Myndasíða Gylfa

Blogg, Photos, Travelstories, videos

27.12.2007 20:09

Skessuhorn á 2 í jólum

Eftir ljómandi góðan jólamat og tilraunum til að sprengja magann varð ég nú að komast aðeins út og hreyfa mig.  Með frekar stuttum fyrirvara ákvað ég að slást í hópinn hjá nokkrum félögum í Hjálparsveit skáta í Reykjavík.  Ferðinni var heitið á Skarðsheiðina nánar tiltekið Skessuhorn.  Það hljómaði vel fyrir mig enda rétt nýbúin að labba á Skarðshyrnu og Heiðarshorn með gönguhópnum mínum Toppförum.  Með í för voru að mér undanskyldum; Baddi (Bjarnhéðinn), Ási (Ásbjörn), Trausti, Árni og Hjalti.

Við vorum 6 sem fórum úr bænum árla morguns eða um klukkan 7 á bíl hjálparsveitarinnar.  Ekið var að bænum Horni,norðaustan megin við Skessuhorn og tók þar bóndinn á bænum og hundurinn hans á móti okkur.  Hann hélt að við værum Flubbar, því þeir væru vanir að vera á ferðinn þarna í svipuðu veðri, eða eins og hann orðaði það. "Það ekki einu sinni hægt að fara út að pissa".  Reyndar var veðrið ekki alslæmt og við sáum smá í fjöllin að ofan þó það gæti verið betra, smá hríðar.  Strax og við byrjuðum að ganga kl. 09 byrjaði smá að létta til og tunglið lét sjá sig og lýsti okkur leið og gerði ljósabúnað óþarfan þrátt fyrir að sólarupprás hafi verið klukkan 11:26 (sólarlag 15:30).  Gangan gekk seint uppað fyrstu alvöru brekkunum, mikill og djúpur snjór setti strik í reikningin, en við skiptumst á að ganga fremst til að troða.  Oft duttum við niður alveg upp í klof og náði Baddi að bleyta aðra löppina í læk með því móti.  Hann kvartaði þó ekki enda í plastskóm með góðum innri skó sem hélt hita alla leiðina þrátt fyrir blautan fót.
Þegar við nálguðumst Katla urðu brekkurnar brattari og meiri snjór var í þeim, svo mikill að maður þurfti á köflum að hafa sig allan við til að lyfta sér yfir hann, því við sukkum mjög langt niður.  Þá var ég einnig orðin kaldur á fingrunum því ég hafði álpast til að skilja utanyfir vettlingana eftir heima.  Baddi reddaði mér þó nokkru síðar með því að lána sína, enda vel byrgur af vettlingum.
Þegar við vorum komnir uppí Katla, ákv. Hjalti að halda aftur niður, enda leið honum ekki vel með í maganum svo hann snéri við með talstöð á sér og hélt sambandi við okkur á leiðinni niður. Hér byrjaði klifur fyrir alvöru og verður að segjast fyrir 35 manninn að ég var nokkuð spenntur enda um 10 ár síðan ég notaði brodda og tvær ísaxir síðast, þá í fossaklifri.  Trausti fór fyrir hópnum flestar leiðirnar upp og stundum tók hann erfiðari leið en ég treysti mér í og þá færði ég mig aðeins til í klettabeltinu og fór leið við mitt hæfi.  Í öðru íshaftinu lenti ég í miklu gríni.... Nýju broddarinir mínir tóku sig til í miðju haftinu að detta af mér á hægri fæti.  Ég þurfti því að hafa mig allan við til að komast upp og heppinn að geta stigið með fótinn broddalausan á smá nippu til að vippa mér upp síðasta metrann.  Þetta var svo lagað og má líklega kenna um stillingum á broddunum kvöldið áður.
Flest höftin voru klifruð án trygginga, en á tveimur stöðum var ákveðið að setja línu enda þó ekki væri um mikla hæð að ræða upp haftið var súperlangt niður ef maður dytti aftur.  Trausti leiddi í fyrra og Baddi í því síðara.  Það var alveg merkilegt að rétt áður en við byrjuðum að klifra þá datt vindurin alveg niður (sterkur vestan vindur) og var hann greinilega að snúast og hélst logn alveg uppá topp, þar sem smágjóla var.  Það má segja að þetta klifur hafi verið alveg súper, enda góðar veður aðstæður og ekki mikið frost.
Loks náðum við á toppinn en það var um 15:20 og sólin við það að setjast.  Útsýnið var frábært og tilfinningin eftir þetta klifur var "sigur" enda afrek útaf fyrir sig að klifra þetta.  Eftir smá kakó og myndatökur þá fengum við hressilega kælingu en það var í formi frostþoku sem sveimaði um í kring um toppinn og náði okkur svo að lokum.  Hitastigið snarlækkaði á nokkrum sekúndum.  Við héldum af stað niður hina hefðbundnu gönguleið (sjá bók Ara Trausta) en með smá afbriðgum, því við fórum að hluta til í gegnum klettabelti sem oft er sneitt hjá.  Það var mögulegt því mjög mikll snjór var í því og við gátum sneitt það og renndum okkur svo niður stórskemmtilega brattabrekku að lokum.
Þegar þarna var komið vorum við búnir að vera á ferðinn í átta tíma sem var upphaflega viðmiðið áður en mikll snjór gerði strik í reikninginn.  Það kláruðst auðvitað batterýin í gpsinu mínu Garmin 276C, en það er hugsað fyrir fjórhjólið mitt og með stórum skjá.  Við gerðum smámistök við niðurleiðina og lækkuðum okkur helst til mikið og lentum í leiðinda grjóti og smá vatni sem við þurftum að sneiða hjá.  Stuttu síðar var komið algjört myrkur og meira heldur en um morgunin, því þungskýjað var og ekkert tuglskyn.  Síðasti klukkutímann voru sporin fyrir mig og flesta orðin ansi þung og þá hjálpaði til við að Hjalti sem var niður í bíl blikkaði ljósunum og sáum við þau langt að og höfðum góða stefnu á endapunktinn.

Jæja, ég verð að segja að fyrir mig var ferðin mikið og gott dagsverk og var ég ansi stoltur í senn og jafnframt ánægður með að finna að ég var í nokkuð góðu formi, jú miðað við að vera djöflast þetta með strákum 10-13 árum yngri ég.  Amk er ég búin með Skarðsheiðina í bili utan þess að ég ætla að hjóla fljótlega Skarðsheiðina, þ.e. leiðinna norðan Heiðarhorns og Skessuhorns, en þar er slóði.  Auðvitað má finna myndir í Myndaalbúminu hjá mér og þær teknar að þessu sinni á þrjár myndavélar.  Pentax
K10 fyrst, nr. á Pentax Optio og að lokum á símann minn.  Þær eru því í þeirri röð og því ekki allar myndirnar í tímaröð. Hendi svo inn myndbroti hér síðar.  Einnig má sjá leiðina og profílinn í betri upplausn aftast í myndaspyrpunni.  Gps punkta má svo sjá undir Skrár hér að ofan og einnig myndirnar í fullum gæðum næstu daga
amk en ég geymi þær ekki lengi þar.
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 199102
Samtals gestir: 26761
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:43:07

Eldra efni

Tenglar

Um mig

Nafn:

Gylfi

Heimilisfang:

Grafarvogurinn

Staðsetning:

Reykjavik

Um:

Uppalin í Mosó og Grafarvogi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Dances with wolfes

Uppáhalds tónlist:

Queen

Uppáhalds manneskjur:

Strákarnir mínir

Uppáhalds matur:

Samloka með skinku osti og tómatssósu