Myndasíða Gylfa

Blogg, Photos, Travelstories, videos

02.01.2008 13:22

Gleðilegt ár 2008

Þá er komið nýtt ár og að ýmsu að huga.  Auðvitað upplifðum við síðasta ár misjafnlega.  Fyrir mitt leiti þá verð ég að koma því á framfæri að það var mitt besta af mörgum góðum í langan tíma.  Ég röksyð það með því að ég átti góðar stundir með fjölskyldunni, allir hraustir ekki síður ég sem var upp mitt besta.  Ég komst í margar frábærar ferðir og tæki langan tíma að telja þær allar upp.  Það voru bæði skemmtilegar stundir á fjórhjóli með góðum félögum úr hjálparsveitinni og Mótormaxklúbbnum og vini mínum honum Einari.  Einnig tókst ég á nokkrar öflugar göngur með skátunum og Toppförum sem eiga kannski heiðurinn í draga mig oftast á fjöll þetta árið.
Ég er nú ekki mikið fyrir áramótaheiti, en ég ætla amk að stefna að því að tryggja að þetta ár verði ekki síðra hvað ferðalög og útivist snertir.  Ég hef nokkrar minni vörður sem ég stefni að því að varða og byrja á að nefna markmið  Toppfara sem er að klára nokkra tinda á næstu mánuðum og má þar nefna Bauluna, Tröllkirkju, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul og Hvannadalshnúk í þessari röð og er stefnan sett á hnúkinn 3. maí næstkomandi.  Þessu til viðbótar ætla ég auðvitað að taka þátt í sem flestum vetrarferðum með fjórhjólafélögum mínum og ef einhver er með fjallaferð á dagskránni þá er ég alltaf til í að skoða fleiri möguleika.
Eitt markmið náði ég ekki að uppfylla á árinu en það var að ganga á Herðubreið, það ætlaði ég að gera með mági mínum af Skaganum.  Það gengur vonandi betur næsta sumar og ef ég er heppinn kemst ég kannski líka í fjallgöngu í Evrópu líka en þangað stefna Toppfarar í haust.
Að auki er eitt sem ég þori varla að nefna hér en ég geri nú samt og hef mikinn áhuga á en það er að komast í betra hlaupaform og stefni að því að hlaupa aðeins með Hádegisskopphópnum en það eru þau Bára og Örn úr Toppförum sem stýra honum.  Ef það tekst langar mig jafnvel að reyna við mig í Laugavegshlaupinu í sumar en það er marþon á fjöllum. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og endar í Þórsmörk, með hæsta punkti í Hrafntinnuskeri.
Nóg um áætlanir ársins, ég var að setja inn rúmlega 70 mannlífsmyndir á myndasíðuna en var áður búin að setja topp 20 mannífsmyndirnar mínar inn.  Hér kemur restinn sem er úr ýmsum áttum, en ég á eftir að skutla inn einu myndasafni en þar leik ég aðalhlutverkið og kem fyrir á öllum myndanna.  Ég mun fljótlega bæta við fjölskyldumyndasafni en það verður læst og þeir sem vilja aðgang á það verða að senda mér tölvupóst.  Síðar má þó gera ráð fyrir enn fleiri myndum en það tekur sinn tíma að fara í gegnum myndasafn sem telur meira ein 50 þúsund myndir.

 Góðar stundir
Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 41
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 187649
Samtals gestir: 25664
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 21:38:29

Eldra efni

Tenglar

Um mig

Nafn:

Gylfi

Heimilisfang:

Grafarvogurinn

Staðsetning:

Reykjavik

Um:

Uppalin í Mosó og Grafarvogi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Dances with wolfes

Uppáhalds tónlist:

Queen

Uppáhalds manneskjur:

Strákarnir mínir

Uppáhalds matur:

Samloka með skinku osti og tómatssósu