Myndasíða Gylfa

Blogg, Photos, Travelstories, videos

29.12.2007 20:40

Fjórhjólaflipp á Hellisheiði 29.12.2007

Jæja komst loksins á fjórhjólið í smátíma amk.  Kíkti með Einari og Dísu uppá Hellisheiði í dag í ca. 4 tíma.  Við Einar keyrðum úr bænum og hittum Dísu svo við Litlu kaffistofuna.  Þá var brunað eftir línuveginum uppað virkjun.  Þokkalegur snjór var og hélt hann okkur ágætlega en við lentum í smá basli inní Innstadal og fórum aðeins hálfa leið inn að skála, þar sem góðar líkur voru á að sitja fastir þar inni.  Kíktum svo aðeins eftir þúsund vatna leiðinni en snérum við og fórum til baka með smá stoppi í Dalakoti.  Við festum okkur auðvitað nokkuð oft til að tryggja "funnið" og kom þá að góðum notum að hafa spil á hjólunum.
Í bakaleiðinni frá Litlu kaffistofunni í bæinn tókum við Einar svo aðeins extra á því rétt við Sandskeið og náðum að drulla okkur hressilega út og enduðum svo með því að spila hjólin upp svaka brekku með Stein sem tryggingu.  Fínn skreppur og gott að komast aðeins í öðruvísi "action" en göngurnar sem standa þó alltaf fyrir sínu.
Flettingar í dag: 435
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1662
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 374220
Samtals gestir: 72420
Tölur uppfærðar: 14.11.2019 08:13:56

Tenglar

Um mig

Nafn:

Gylfi Þór Gylfason

MSN netfang:

gylfiis@hotmail.com

Afmælisdagur:

21 nóvember 1972

Heimilisfang:

Grafarvogurinn

Staðsetning:

Reykjavik

Um:

Uppalin í Mosó, Grafarvogi síðan 1985, með Bs. í Rekstrarfræðum og rek mitt eigið fyrirtæki og á tvo yndislega drengi.

Uppáhalds bíómynd(ir):

Dances with wolfes

Uppáhalds tónlist:

Queen

Uppáhalds manneskjur:

Strákarnir mínir

Uppáhalds matur:

Samloka með skinku osti og tómatssósu