Myndasíða Gylfa

Blogg, Photos, Travelstories, videos

08.12.2007 18:14

Skjaldbreiður 8. desember 2007 - Can am klúbburinn


Laugardagurinn 8. desember líður mér seint úr minnum. Við hittumst kl. 10 við N1 í Mosó og var stefnan tekin á Þingvelli. Þaðan lögðu 12 hjól bæði Outlander og Renegade + eitt á beltum. Stefnan var tekin á Skjaldbreið og ekki leið á löngu áður en við vorum komnir að rótum hans í ægifögru veðri . Færið var gott fyrir hjólin og við flugum upp á topp. Þaðan var svo haldið niður austan megin eftir smá leik í gígnum. Þar sem tíminn var góður og við höfðum góð birtuskilyrði var ákveðið að taka Langjökul líka. Var það gert með góðri hálp nokkurra vélsleðamanna sem seldu þeim sem voru lítið bensín af birgðum sínum.

Það gekk fínt að bruna uppá jökul og á hæsta punkti var tekin smá pása. Þar skiptist hópurinn og fór hluti niður aftur austan megin að Geysi en við hinir tókum stefnuna á Kaldadal. Það var smá snjór í Kaldadal og var aðeins verið að leika sér á leið inn að Þingvöllum. Þangað vorum við komnir í svartamyrki og stjörnubjörtu um kl. 18 og drifum við okkur í bæinn.

Allt gekk þetta áfallalaust fyrir sig utan þess að að bremsurnar á einu Renegade hjólinu ofhitnuðu aðeins. Tvímælalaust algjör Toppferð. Myndir hér.
Flettingar í dag: 442
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1662
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 374227
Samtals gestir: 72420
Tölur uppfærðar: 14.11.2019 08:55:25

Tenglar

Um mig

Nafn:

Gylfi Þór Gylfason

MSN netfang:

gylfiis@hotmail.com

Afmælisdagur:

21 nóvember 1972

Heimilisfang:

Grafarvogurinn

Staðsetning:

Reykjavik

Um:

Uppalin í Mosó, Grafarvogi síðan 1985, með Bs. í Rekstrarfræðum og rek mitt eigið fyrirtæki og á tvo yndislega drengi.

Uppáhalds bíómynd(ir):

Dances with wolfes

Uppáhalds tónlist:

Queen

Uppáhalds manneskjur:

Strákarnir mínir

Uppáhalds matur:

Samloka með skinku osti og tómatssósu