Myndasíða Gylfa

Blogg, Photos, Travelstories, videos

Færslur: 2007 Október

10.10.2007 18:12

Hálendisferð á fjórhjólum 20-23. ágúst 2007

Þá komumst við loksins í alvöruferð á hjólunum. Hvað um það eftir smá varahlutabið í hjólið hjá undirrituðum, þá komumst við loks af stað í löngu skipulagða ferð um öræfi landsins.  Við ákváðum að hjóla alla leið úr bílskúrnum frá Einari og ókum sem leið lá austur fyrir fjall og inn Þjórsárdalinn, þar sem lokaáfylling fyrir hálendið bæði bensín og subbufæði var tekinn við Sigöldu. Því næst var brunað af stað sem leið lá upp að Þórisvatni og inná Sprengisandinn í köldu en jafnframt ægifallegu og björt veðri. Við komum um kl. 22 innað Nýjadal í myrkri en þó fullu tungli. Gekk það vel að því undnanskyldu að ég missti talstöðvina á leiðinni og týndi nokkrum tökkum af henni en það sem skipti máli virkaði í henni.
Við áðum í Nýja dal, ásamt frökkum og fleiri útlendingum og fórum snemma í háttinn. Ég var árisull og komin á fætur uppúr kl. 06 og vakti Einar svo tæpum klst. síðar. Við vorum lagðir af stað vel fyrir 8 enda langur dagur framundan, sjálf Gæsavatnaleið. Við byrjuðum á að brjóta klaka í veginum fyrstu km. enda hafði fyrst aðeins um nóttina.
Við keyrðum norður fyrir Tungnafellsjökul, og fórum inná Austurleið og svo útaf henni inná Gæsavatnaleið að Gæsavötnum. Þar stoppuðum við stutt og nutum blíðunnar.
Áfram héldum við og færðumst nær ógurlegum Vatnajöklinum sem blasti við okkur og keyrðum áfram að Kistufelli þar sem ég tók stuttan stopp í litla kofanum áður en við keyrðu grýttann Urðarhálsinn sem er ekki fyrir hvaða tæki sem er.
Yfir skræfaþunnar flæðurnar renndum við norður að Öskjufjöllum og náðum í Drekagil rétt um hádegisbil eftir eina æðisgengnustu keyrslu sem ég hef keyrt. Því verður held ég ekki lýst með orðum hvað þessi leið var skemmtileg á þessum tækjum. Þú verður bara að prófa.
Jæja smá háfleigur þarna, en að lifrapilsu og smá brauði loknum, fórum við inna að Öskju. Gengum af sjálfsögðu en það tók ca. 25 mín að vatninu, 25 mín. í myndatöku og svo aðrar 25 til baka..... 25,25,25 jebb. Síðan var stefnan tekin lengra norður þar sem Herðubreið drottning með sæmd tók á móti okkur rétt áður en við komum inní Herðubreiðalindir.
Þar ca. 2 km. áður hafði Einar tekið efitr því að bíll sem við tókum fram úr hljómaði eitthvað einkennilega og hafði orð á því að eitthvað væri að.
Jæja við hittum Landvörðin hana Gerði og vorum að spjalla eitthvað þegar bilaður bílaleigubíll með tvo útlendinga rendi í hlað. Einar skellti sér af sjálfsögðu í húddið og fann út úr hvað hrjáði greyrið og með hjálp NMT síma í landvarðarhúsinu ákv. bílaleigan að senda varahlut morgunin eftir.
Við vorum svo heppnir að þar sem skálinn var fullur af norðlenskum skólabörnum að þá skaut hún yndislega Gerður yfir okkur skjólshúsi, enda fámennt í kofanum og landvörðum hafði farið fækkandi síðustu dagana. Við slógum því upp smá veislu og grilluðum og höfðum það náðugt fram eftir kvöldi í faðmi Herðubreiðar.
Daginn eftir var blíðviðrinu slotað og komin smá mugga, þannig að tækifæri gafst til að fara í "flotgallana" okkar Einars. Við keyrðum því næst á Mývatn og tókum daginn í að renna okkur vestur eftir landinu á malbikinu að Vatnsdalnum þar sem við áttum skjól í góðu húsi hjá tengdamóður Einars. Það má nú samt nefna að við stoppuðum á Mótormax verkstæðinu á Akureyri og Einar lét tékka á hjólinu sínu í tölvunni, því hann var alltaf að fá einhver skrítin skilaboð á tölvuskjáinn hjá sér. Ekkert vafasamt kom í ljós þá og í útídúr má nefna að þegar í bæinn var komið þá kom það í ljós að rafgeymirinn var ekki að hlaða.
Jæja eftir góða nótt í Vatnsdalnum vöknuðum við upp í blautu veðri og bjuggumst við því versta, enda Arnarvatnsheiðin framundan. Fljótlega þegar uppá heiðina var komið leit veðrið þó betur út og hélst bara sæmilegt í bæinn, utan smá kafla efst á heiðinni.
Ég hafði haft af því töluverðar áhyggjur að ég myndi nú gata dekk á allri þessari leið, en varð heldur en ekki hissa þegar í ljós kom í grenjandi rigningu efst á Arnarvatnsheiðinni að Einar setti tvö göt á hægra afturhjólið. Jæja, því var snögglega kippt í liðin og keyrt sem leið lá niður af heiðinni með Eiríksjökli sem sást nú ekki vegna skýjafars.
Loksins loksins á síðustu metrunum kom sæmileg á til að kross yfir en Norðlingafljót var sú eina sem tók eitthvað af viti í enda búið að vera þurrt síðustu vikur. Í Húsafelli tókum við bensín, en héldum svo Kaldadalinn í bæinn og þegar þangað var komið talst Einari svo til að um 1.100 km. væru að baki.
Gylfi Þór

  • 1
Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 197269
Samtals gestir: 26341
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 11:50:33

Eldra efni

Tenglar

Um mig

Nafn:

Gylfi

Heimilisfang:

Grafarvogurinn

Staðsetning:

Reykjavik

Um:

Uppalin í Mosó og Grafarvogi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Dances with wolfes

Uppáhalds tónlist:

Queen

Uppáhalds manneskjur:

Strákarnir mínir

Uppáhalds matur:

Samloka með skinku osti og tómatssósu