Myndasíða Gylfa

Blogg, Photos, Travelstories, videos

Færslur: 2008 Janúar

28.01.2008 17:19

Baulan 937 M

Jæja, gekk á laugardaginn ásamt 14 Toppförum á tind Baulunnar í Norðurárdal Borgarfirði.  Var svolítið slappur daginn áður, búin að vera með hálsvírus en lét mig hafa það.  Veðrið var sæmilegt í göngunni, 4-6 stiga frost, bjart en svolítið hvasst.  Fengum fínt veður upp,  utan þess að auðvitað skall á hríð akkúrat meðan við vorum á toppnum.  Vorum 4 klst. og kortér uppá topp en ca. 2 og hálfan tíma niður.
Mikill snjór var neðst í fjallinu og niður í bröttubrekku og þurftu við að vaða snjóinn á köflum upp í klof.  Nokkrar myndir komnar teknar á símann.
 Myndir hér.

Einnig má sjá video undir myndböndum eða bein 50sek video af uppgöngu á Baulu.

23.01.2008 22:57

Stuttur næstum bæjartúr

Jæja kíkti aðeins út í kvöld. Átti að vera æfing hjá HSG, en frekar dræm mæting hjá föstum félögum í fjórhjólaflokk.  Einar mætti og svo Óli Ingi en hann kemur vonandi sterkur inní þetta.  Amk alltaf gaman að fá fá fleiri með.
Jæja fórum frá Garðabænum suður í Hafnarfjörð að hesthúsunum við Kaldársel.  Tókum línuvegin norður að Elliðavatni og þaðan austur með vatninu út á þjóðveg.  Snjórinn nokkurn vegin farin en þetta var fínt samt.  Óli tók línuna heim þarna en ég og Einar kíktum aðeins lengra austur eftir slóðum innað Hafravatni.  Enduðum svo við Reynisvatn, þar sem leiðir skyldu.

Sjá myndir hér

19.01.2008 23:14

Dalakot 19. janúar 2008

Renndi aðeins með Einari og Irmu í snjóleiðangur á fjórhjólinu. Frekar þungt færi og ekki mikill skriður á hjólunum. Gekk á með hríðum, en annars fínt, og kíktum líka á nokkra krakka í skátaskálanum Dalakoti.

Sjá myndir hér

06.01.2008 23:36

Jósepsdalur og nágrenni

Jæja, þrettánda helgin liðin og síðasti jólasveinninn á leið til fjalla.  Búin að vera frekar rólegur í vikunni en náði samt að skjótast í góða veðrinu í gær með Einari á fjórhjól.  Ætluðum að taka mjög stuttan túr og rólegan í nágrenni borgarinnar en úr varð 5-6 tíma ferð og hörku "action".

Jæja við renndum okkur úr bænum í brakandi blíðu, rétt við frostmark og logni.  Tókum stefnuna eftir Suðurlandsvegi og ætluðum að komast inná línu veg austan megin við hann.  Lentum þó í basli með ána sem við þurftum að þvera (mjög mikið í henni v/rigninga undanfarið) og ákv. að sleppa henni.  Renndum því upp á flugvöllinn við Sandskeið og tókum gamlan slóða frá grifjunum þar meðfram Vífilfellinu, kíktum á Arnarsetur (skátaskála Ægisbúa) og héldum svo áfram upp brekkurnar í átt að Bláfjöllum.  Slóðin er mjög erfiður grýttur og rofin á mörgum skoðum.  Það hjálpaði helling þegar ofar dró að nóg var að snjó í lægðum og giljum og gátum við brunað þar í góðu harðfenni upp brattar brekkur og gil, alveg þagnað til við komum upp á Bláfjallaveg 2 km. frá skíðasvæðinu.
Þar var ákveðið að halda "næstum" sömu leið til baka enda bráðskemmtileg og tók bakaleiðin mun styttri tíma.  Þegar að Sandskeiði var komið fórum við hjólaleiðina austur með Vífilfellinu upp að mótórhjólabrautinni við Jósepsdal.  Keyrðum inn í Jósepsdal og vorum á leið til baka út úr dalnum þegar Einari datt í hug að kíkja upp gilið sunnan megin sem liggur uppað Sauðadalshnúkum.  Gilið er venjulega ófært fjórhjólum en mótorkross hjól fara það oft á sumrin.  Við fórum það núna enda snjór sem hjálpaði okkur upp meirihlutann.  Það þurfti að taka á stóra sínum síðustu 20 metrana upp gilið og hjálpuðumst við að með það.
Þegar upp var komið stoppuðum við hjá gömlu A skála sem er við það að hverfa en ég man eftir að einhverjir skátar höfðu gist þar í þá gömlu góðu..  Jæja, komnir upp og því ekki annað að gera en að finna leið niður.  Tvö mótórhjól komust upp á sama tíma og við og fóru niður sunnan megin (Svínahraunsmegin).  Þar sem ég hafði farið þá leið einu og hálfu ári áður þá ákv. við að reyna.  Úr varð heljarskemmtun enda gilið tölvuvert breytt og skornara og á mörkunum fyrir fjórhjól.  Líka var snjór í hlíðinni sem þurfti að skera í hliðarhalla og hékk Einar á hjólinu hjá mér yfir þann kafla.  Tvö fjórhjól komu á eftir okkur upp, en ákv. að fara niður annars staðar.  Við hjóluðum svo að Ólafsskarði en þar stendur gamall skáli Skíðadeildar Ármans, en við skátar köllum Skæruliðaskálann eða Skæra.  Þar á ég margar góðar og skemmtilegar minningar enda gisti þar oft sem ungur skáti.  Skálinn er algjörlega ónothæfur en stendur enn og væri frábært að hafa þarna nothæfann skála.  Að þessu loknu hjóluðum við austur eftir Svínahrauni fram hjá Eldborg og út á þjóðveg.  Enduðum á Litlu kaffistofunn í kakó og smá bakkelsi en þar er gott að stoppa aðeins og líta yfir daginn.
Fleiri myndir í fjórhjóla myndaalbúminu.

02.01.2008 13:22

Gleðilegt ár 2008

Þá er komið nýtt ár og að ýmsu að huga.  Auðvitað upplifðum við síðasta ár misjafnlega.  Fyrir mitt leiti þá verð ég að koma því á framfæri að það var mitt besta af mörgum góðum í langan tíma.  Ég röksyð það með því að ég átti góðar stundir með fjölskyldunni, allir hraustir ekki síður ég sem var upp mitt besta.  Ég komst í margar frábærar ferðir og tæki langan tíma að telja þær allar upp.  Það voru bæði skemmtilegar stundir á fjórhjóli með góðum félögum úr hjálparsveitinni og Mótormaxklúbbnum og vini mínum honum Einari.  Einnig tókst ég á nokkrar öflugar göngur með skátunum og Toppförum sem eiga kannski heiðurinn í draga mig oftast á fjöll þetta árið.
Ég er nú ekki mikið fyrir áramótaheiti, en ég ætla amk að stefna að því að tryggja að þetta ár verði ekki síðra hvað ferðalög og útivist snertir.  Ég hef nokkrar minni vörður sem ég stefni að því að varða og byrja á að nefna markmið  Toppfara sem er að klára nokkra tinda á næstu mánuðum og má þar nefna Bauluna, Tröllkirkju, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul og Hvannadalshnúk í þessari röð og er stefnan sett á hnúkinn 3. maí næstkomandi.  Þessu til viðbótar ætla ég auðvitað að taka þátt í sem flestum vetrarferðum með fjórhjólafélögum mínum og ef einhver er með fjallaferð á dagskránni þá er ég alltaf til í að skoða fleiri möguleika.
Eitt markmið náði ég ekki að uppfylla á árinu en það var að ganga á Herðubreið, það ætlaði ég að gera með mági mínum af Skaganum.  Það gengur vonandi betur næsta sumar og ef ég er heppinn kemst ég kannski líka í fjallgöngu í Evrópu líka en þangað stefna Toppfarar í haust.
Að auki er eitt sem ég þori varla að nefna hér en ég geri nú samt og hef mikinn áhuga á en það er að komast í betra hlaupaform og stefni að því að hlaupa aðeins með Hádegisskopphópnum en það eru þau Bára og Örn úr Toppförum sem stýra honum.  Ef það tekst langar mig jafnvel að reyna við mig í Laugavegshlaupinu í sumar en það er marþon á fjöllum. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og endar í Þórsmörk, með hæsta punkti í Hrafntinnuskeri.
Nóg um áætlanir ársins, ég var að setja inn rúmlega 70 mannlífsmyndir á myndasíðuna en var áður búin að setja topp 20 mannífsmyndirnar mínar inn.  Hér kemur restinn sem er úr ýmsum áttum, en ég á eftir að skutla inn einu myndasafni en þar leik ég aðalhlutverkið og kem fyrir á öllum myndanna.  Ég mun fljótlega bæta við fjölskyldumyndasafni en það verður læst og þeir sem vilja aðgang á það verða að senda mér tölvupóst.  Síðar má þó gera ráð fyrir enn fleiri myndum en það tekur sinn tíma að fara í gegnum myndasafn sem telur meira ein 50 þúsund myndir.

 Góðar stundir
  • 1
Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 466
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 198242
Samtals gestir: 26610
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 04:51:22

Eldra efni

Tenglar

Um mig

Nafn:

Gylfi

Heimilisfang:

Grafarvogurinn

Staðsetning:

Reykjavik

Um:

Uppalin í Mosó og Grafarvogi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Dances with wolfes

Uppáhalds tónlist:

Queen

Uppáhalds manneskjur:

Strákarnir mínir

Uppáhalds matur:

Samloka með skinku osti og tómatssósu