Myndasíða Gylfa

Blogg, Photos, Travelstories, videos

Færslur: 2011 Mars

28.03.2011 15:37

emailÁ toppnum e. 9klst engin hæðarveiki hjá mér.Steik og flott i kvöld.

email

Á toppnum e. 9klst engin hæðarveiki hjá mér.
Steik og flott i kvöld.


27.03.2011 21:50

emailHálfnaður á Misti 5.840m. komin í efstu tjaldbúðir. Gengur súper. Leggjum af stað kl.01 perútí

email

Hálfnaður á Misti 5.840m. komin í efstu tjaldbúðir. Gengur súper. Leggjum af stað kl.01 perútíma 06 ísl í 6-7 tíma göngu.
Á leið í háttin kl.17 perútíma svo ég hvílist smá. B-)


18.03.2011 03:57

3 dagur Perú 2011

Sæl verið þig gott fólk, er staddur í Inkaborginni Cusco í 3200 metra hæð og 2 degi er að ljúka.  Æðislegt veður en gæti ringt vel næstu daga.  Dásemdarborg og höfum skoðað Inkarústir og tekið það rólega hér enda tekur smá tíma að venjast því að anda og hreyfa sig eitthvað um leið.  Á morgun verðum við 10 tíma göngu/skoðunartúr í Sacred Valley og er það síðasti aðlögunardagurinn áður en alvaran byrjar.  Á laugardag hefjum við 4 daga göngu um 45 km svokallaðan Inkaveg og fáum þá að reyna verulega á okkur í þunnu loftinu. Höfum samt burðarmenn sem bera tjöld og mat o.fl., en tökum samt amk 10-12 kg bakpoka með okkur og ætti það að verða smá átök, en erfitt að bera lítinn innkaupapoka hér í borginni upp smá tröppur í dag.
Annars gekk ferðalagið sem tók um 26 tíma ágætlega þrátt fyrir að tveir Toppfarar hafi týnt töskunum sýnum.  Gurra týndi sinni í um 40 mín í New York og Roar þurfti að bíða í rúman sólarhring og fékk sína tösku seinniparrtinn í dag 16. mars.  Tímamunur er 5klst. og eruð þið heima á íslandi 5 tímum á undan.

Það er alltaf gott aðkomast aðeins frá landinu kalda en maður sér það hér í Perú að við höfum það MEGA gott.  Hér er fólk að betla og selja húfur með smábörn á bakinu fram eftir nóttu og þarf virkilega að hafa fyrir lífinu. 

10.03.2011 16:51

Perú mars 2011

Nú styttist í ævintýraför nokkurra Toppfara á slóðir Inka í Andesfjöllunum í Perú.  Þetta er annar stærsti fjallgarður í heimi og ætlum við að taka 4 mismunandi reisur þar í fjöllunum.  Við göngum meðal annars hið fræga "Inca Trail" að Machu Picchu Inkaborginni sem reist er uppá fjallstindi.  Þá tökum förum við á eldfjallið El Misti sem er 5.825 metra hátt sem verður auðvitað hátindurinn.


Næstu vikur mun ég setja inn smá blogg hér og nokkrar myndir á myndasíðuna ef þið viljið fylgjast með ævintýrinu.
Gylfi Þór
  • 1
Flettingar í dag: 1101
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 41
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 373224
Samtals gestir: 72383
Tölur uppfærðar: 13.11.2019 17:43:21

Tenglar

Um mig

Nafn:

Gylfi Þór Gylfason

MSN netfang:

gylfiis@hotmail.com

Afmælisdagur:

21 nóvember 1972

Heimilisfang:

Grafarvogurinn

Staðsetning:

Reykjavik

Um:

Uppalin í Mosó, Grafarvogi síðan 1985, með Bs. í Rekstrarfræðum og rek mitt eigið fyrirtæki og á tvo yndislega drengi.

Uppáhalds bíómynd(ir):

Dances with wolfes

Uppáhalds tónlist:

Queen

Uppáhalds manneskjur:

Strákarnir mínir

Uppáhalds matur:

Samloka með skinku osti og tómatssósu