Gekk með Toppförum á Akrafjall í dag. Gengið var á Geirmundartind 640m háan og svo Háatind 562 m en það er lúmskt langt á milli þessara tveggja tinda sem eru norðan og sunnan megin á Akrafjalli. Gönguleiðin varð í það heila 14 km. Jón Gunnar mágur minn rölti þetta með okkur og var okkur til halds og trausts með leiðarval og söguskýringar enda uppalinn á svæðinu. Fínir myndir koma í Myndaalbúmið fljótlega, en læt eina fljóta með af mér á toppnum með Skarðsheiðina í baksýn.

