Hittumst í gær um 27 Toppfarar á bílastæðinu við Esjuna. Fórum aðeins yfir atburði helgarinnar og stöðu sjúklingsins okkar. Gengum svo um 20 uppað skilti 4 við ána. Það var farið rólega yfir og að auki var verulega hvasst og gekk á með hríðum. Smá skyggni á milli og glytti í Þverfellshornið þegar við nálgumst.
Að lokinni fínni göngu var farið í Lágafellslaug í heita pottinn, málin rædd og skrafað um framtíðinna. Enginn bilbugur á fólki um framtíðina og mikið rætt um væntanlega ferð á Hvannadalshnúk í maí enda í næsta mánuði og seinna vænna að setja sig í gírinn.
sjá lítið bjána video sem ég tók líka en það var nú á símann þannig að gæðin eru eftir því.
Smella hér