Myndasíða Gylfa

Blogg, Photos, Travelstories, videos

Flokkur: Perú 2011

18.03.2011 03:57

3 dagur Perú 2011

Sæl verið þig gott fólk, er staddur í Inkaborginni Cusco í 3200 metra hæð og 2 degi er að ljúka.  Æðislegt veður en gæti ringt vel næstu daga.  Dásemdarborg og höfum skoðað Inkarústir og tekið það rólega hér enda tekur smá tíma að venjast því að anda og hreyfa sig eitthvað um leið.  Á morgun verðum við 10 tíma göngu/skoðunartúr í Sacred Valley og er það síðasti aðlögunardagurinn áður en alvaran byrjar.  Á laugardag hefjum við 4 daga göngu um 45 km svokallaðan Inkaveg og fáum þá að reyna verulega á okkur í þunnu loftinu. Höfum samt burðarmenn sem bera tjöld og mat o.fl., en tökum samt amk 10-12 kg bakpoka með okkur og ætti það að verða smá átök, en erfitt að bera lítinn innkaupapoka hér í borginni upp smá tröppur í dag.
Annars gekk ferðalagið sem tók um 26 tíma ágætlega þrátt fyrir að tveir Toppfarar hafi týnt töskunum sýnum.  Gurra týndi sinni í um 40 mín í New York og Roar þurfti að bíða í rúman sólarhring og fékk sína tösku seinniparrtinn í dag 16. mars.  Tímamunur er 5klst. og eruð þið heima á íslandi 5 tímum á undan.

Það er alltaf gott aðkomast aðeins frá landinu kalda en maður sér það hér í Perú að við höfum það MEGA gott.  Hér er fólk að betla og selja húfur með smábörn á bakinu fram eftir nóttu og þarf virkilega að hafa fyrir lífinu. 
  • 1
Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 307938
Samtals gestir: 38985
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:47

Eldra efni

Tenglar

Um mig

Nafn:

Gylfi

Heimilisfang:

Grafarvogurinn

Staðsetning:

Reykjavik

Um:

Uppalin í Mosó og Grafarvogi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Dances with wolfes

Uppáhalds tónlist:

Queen

Uppáhalds manneskjur:

Strákarnir mínir

Uppáhalds matur:

Samloka með skinku osti og tómatssósu