Myndasíða Gylfa

Blogg, Photos, Travelstories, videos

06.01.2008 23:36

Jósepsdalur og nágrenni

Jæja, þrettánda helgin liðin og síðasti jólasveinninn á leið til fjalla.  Búin að vera frekar rólegur í vikunni en náði samt að skjótast í góða veðrinu í gær með Einari á fjórhjól.  Ætluðum að taka mjög stuttan túr og rólegan í nágrenni borgarinnar en úr varð 5-6 tíma ferð og hörku "action".

Jæja við renndum okkur úr bænum í brakandi blíðu, rétt við frostmark og logni.  Tókum stefnuna eftir Suðurlandsvegi og ætluðum að komast inná línu veg austan megin við hann.  Lentum þó í basli með ána sem við þurftum að þvera (mjög mikið í henni v/rigninga undanfarið) og ákv. að sleppa henni.  Renndum því upp á flugvöllinn við Sandskeið og tókum gamlan slóða frá grifjunum þar meðfram Vífilfellinu, kíktum á Arnarsetur (skátaskála Ægisbúa) og héldum svo áfram upp brekkurnar í átt að Bláfjöllum.  Slóðin er mjög erfiður grýttur og rofin á mörgum skoðum.  Það hjálpaði helling þegar ofar dró að nóg var að snjó í lægðum og giljum og gátum við brunað þar í góðu harðfenni upp brattar brekkur og gil, alveg þagnað til við komum upp á Bláfjallaveg 2 km. frá skíðasvæðinu.
Þar var ákveðið að halda "næstum" sömu leið til baka enda bráðskemmtileg og tók bakaleiðin mun styttri tíma.  Þegar að Sandskeiði var komið fórum við hjólaleiðina austur með Vífilfellinu upp að mótórhjólabrautinni við Jósepsdal.  Keyrðum inn í Jósepsdal og vorum á leið til baka út úr dalnum þegar Einari datt í hug að kíkja upp gilið sunnan megin sem liggur uppað Sauðadalshnúkum.  Gilið er venjulega ófært fjórhjólum en mótorkross hjól fara það oft á sumrin.  Við fórum það núna enda snjór sem hjálpaði okkur upp meirihlutann.  Það þurfti að taka á stóra sínum síðustu 20 metrana upp gilið og hjálpuðumst við að með það.
Þegar upp var komið stoppuðum við hjá gömlu A skála sem er við það að hverfa en ég man eftir að einhverjir skátar höfðu gist þar í þá gömlu góðu..  Jæja, komnir upp og því ekki annað að gera en að finna leið niður.  Tvö mótórhjól komust upp á sama tíma og við og fóru niður sunnan megin (Svínahraunsmegin).  Þar sem ég hafði farið þá leið einu og hálfu ári áður þá ákv. við að reyna.  Úr varð heljarskemmtun enda gilið tölvuvert breytt og skornara og á mörkunum fyrir fjórhjól.  Líka var snjór í hlíðinni sem þurfti að skera í hliðarhalla og hékk Einar á hjólinu hjá mér yfir þann kafla.  Tvö fjórhjól komu á eftir okkur upp, en ákv. að fara niður annars staðar.  Við hjóluðum svo að Ólafsskarði en þar stendur gamall skáli Skíðadeildar Ármans, en við skátar köllum Skæruliðaskálann eða Skæra.  Þar á ég margar góðar og skemmtilegar minningar enda gisti þar oft sem ungur skáti.  Skálinn er algjörlega ónothæfur en stendur enn og væri frábært að hafa þarna nothæfann skála.  Að þessu loknu hjóluðum við austur eftir Svínahrauni fram hjá Eldborg og út á þjóðveg.  Enduðum á Litlu kaffistofunn í kakó og smá bakkelsi en þar er gott að stoppa aðeins og líta yfir daginn.
Fleiri myndir í fjórhjóla myndaalbúminu.
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 274
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 199484
Samtals gestir: 26851
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 07:39:45

Eldra efni

Tenglar

Um mig

Nafn:

Gylfi

Heimilisfang:

Grafarvogurinn

Staðsetning:

Reykjavik

Um:

Uppalin í Mosó og Grafarvogi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Dances with wolfes

Uppáhalds tónlist:

Queen

Uppáhalds manneskjur:

Strákarnir mínir

Uppáhalds matur:

Samloka með skinku osti og tómatssósu